Pistlar
Margir pistlanna, sem hér er að finna, hafa birst í Smugunni (Fastir pennar) frá því snemma á árinu 2011. Sumir pistlanna hafa birst í öðrum miðlum á sama tímabili, Náttúrinni, Fréttatímanum, DV og Vikunni. Yfirleitt fjalla pistlarnir um samfélagslega mikilvæg málefni, og eru þeir oft skrifaðir sem athugasemdir við atburði líðandi stundar eða innlegg í umræðuna um þau mál.
Pistlarnir eru í þrem, grófum flokkum, um Þjóðlíf, Peninga og völd, og Líf og tækni (birtir á vefmiðlum og öðrum netsíðum). Þessir flokkar skarast töluvert efnislega. Auk þess eru bæði pistlar á prenti (birtir í tímaritum og blöðum, eða óbirtir - ekki annars staðar á netinu).
Í einum pistli, Ruðningur í íslensku þjóðlífi (sjá Þjóðlíf), er fjallað um þá afdrifaríku atburði, sem áttu sér stað á Austurlandi á s.l. áratug. Meira um þau mál má finna í Fræðigreinum.
Ath.: Pistlunum er raðað þannig, að þeir nýjustu eru efst, en þeir elstu neðst.