Fræðilegur ráðgjafi um ýmis félagsleg vandamál, fræðsluskipulag, umferð og slysavarnir. Löggiltur sálfræðingur á Íslandi og í Svíþjóð. Associated research professor (em.) við sálfræðideild Háskólans í Lundi í Svíþjóð. Áður forstöðumaður fræðaseturs við Lundarháskóla fyrir rannsóknir á huglægum þáttum í atferli og öryggi barna og unglinga, einkum orsökum og sálfræðilegum áhrifum slysa og áfalla. Vann að skýrslugerð um umferðaröryggi barna fyrir umferðarnefnd sænska þingsins (Riksdagen). Ráðgjafi á sviði umferðaröryggis og -fræðslu fyrir Evrópusambandið og íslenska innanríkisráðuneytið (áður „samgönguráðuneyti“). Hefur haft umsjón með ýmsum rannsóknarverkefnum í samvinnu við Háskóla Íslands, Umferðarráð, Umferðarstofu, Háskólasjúkrahús, menntamálaráðuneyti og innanríkisráðuneyti (samgönguráðuneyti). Forstöðumaður Rannókna- og fræðaseturs Háskóla Íslands á Austurlandi frá júlí 2009 til október 2010. Nú, sjálfstætt starfandi fræðimaður við ReykjavíkurAkademíuna.
Nánari upplýsingar um fyrri störf, menntun og ritverk má finna undir Curriculum Vitae, og okkrar nýlegar skýrslur má finna undir Ýmsar fyrri skýrslur og greinar. Ritverk birt á s.l. þrem árum, pistla og fræðigreinar, sem og einnig eldra efni, má nálgast á þessari heimasíðu. Töluverðar upplýsingar um rannsóknir fram til ársins 2005 má finna á heimasíðu Microsoft Research, en þar að auki eru taldar fram fjölmargar aðrar fræðigreinar (um 100 citations), þar sem vitnað er í þessar rannsóknir.
Á heimasíðu Háskólans í Lundi eru auk þess nánari upplýsingar um greinar og skýrslur úr mörgum fyrri rannsóknum, allt fram til ársins 2010. Farið inn á viðeigandi síðu á heimasíðu Lundarháskóla, sláið inn Briem og ýtið á Sök (sbr. myndina hér að neðan). Þá kemur upp listi yfir ritverkin, sem skráð eru við háskólabókasafnið í Lundi, í sumum tilfellum er einnig beinn aðgangur að skýrslunum.
